Karl Sigurðsson, skipstjóri á Ísafirði, lést á Ísafirði sunnudaginn 1. september, 106 ára að aldri. Hann var elstur karla á Íslandi og hefur enginn Vestfirðingur náð að verða eldri, samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðunni Langlífi.

Karl fæddist 14. maí árið 1918 í húsinu Rómaborg á Ísafirði. Var hann skírður 1. desember sama ár, á þeim merkisdegi þegar Ísland varð fullvalda ríki. Á sínu fyrsta ári fluttist hann með fjölskyldu sinni í Hnífsdal og bjó þar stærstan hluta ævinnar.

Foreldrar Karls voru Sigurður Jónasson, ættaður úr Dalasýslu, sem náði 99 ára aldri, og Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir sem ættuð var úr Álftafirði við Djúp. Systkini Karls voru 13 talsins.

Karl fór snemma á sjóinn og var skipstjóri í ein 30 ár, lengst af á bátum sem báru nafnið Mímir. Er hann kom í land starfaði hann sem vélstjóri í frystihúsi

...