Skúli Ævarr Steinsson fæddist á Eyrarbakka 7. desember 1941. Hann lést á Landspítalanum 20. ágúst 2024, af slysförum.

Foreldrar hans voru Steinn Einarsson, f. 1914, d. 1986, og Gróa Jakobína Jakobsdóttir, f. 1913, d. 2000, en þau bjuggu lengst af í Vatnagarði á Eyrarbakka.

Skúli ólst upp á mannmörgu heimili með foreldrum sínum, systkinum og öðru heimilisfólki.

Skúli kvæntist 25. desember 1961 Svanhildi Magnúsdóttur f. 25. júlí 1943. Foreldrar Svanhildar voru Magnús Kristjánsson, f. 1919, d. 1948, og Valgerður Sveinsdóttir, f. 1921, d. 2005.

Börn Skúla og Svanhildar eru: 1) Magnús, f. 29. apríl 1963, kvæntur Petronellu Skúlason. Börn Magnúsar eru: Jóhanna, Teitur, Svanhildur og Vigdís. 2) Vilborg Þóra Ævarr, f. 8. júní 1964. 3) Gróa Jakobína, f.

...