Kaupmannahöfn Ingibjörg Sigurðardóttir er komin til Bröndby.
Kaupmannahöfn Ingibjörg Sigurðardóttir er komin til Bröndby. — Ljósmynd/Bröndby

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir er orðin leikmaður Bröndby í Danmörku en hún skrifaði í gær undir samning við félagið út næsta ár. Ingibjörg lék síðast með Duisburg í Þýskalandi og þar á undan Vålerenga í Noregi og Djurgården í Svíþjóð.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir er leikmaður Bröndby. Ingibjörg, sem er varnarmaður, hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og skorað eitt mark í 65 landsleikjum.