Mennta- og barnamálaráðherra hefur enn ekki kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Ísland lækkaði mest allra OECD-ríkja í PISA-könnuninni
Ráðherra Enn er beðið eftir viðbrögðum barnamálaráðherra.
Ráðherra Enn er beðið eftir viðbrögðum barnamálaráðherra. — Morgunblaðið/Eggert

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Mennta- og barnamálaráðherra hefur enn ekki kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar.

Ísland lækkaði mest allra OECD-ríkja í PISA-könnuninni. Sýndu niðurstöðurnar meðal annars að 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Ef horft er á heildarniðurstöður könnunarinnar sést að Ísland er í sjötta neðsta sæti allra OECD-ríkjanna og næstneðst Evrópuríkja.

Næsta PISA-könnun verður lögð fyrir í haust.

...