Sonja Sigurðardóttir hafnaði í tólfta sæti í undanúrslitum 100 metra sunds með frjálsri aðferð í S3-flokki hreyfihamlaðra á Paralympics-leikunum í París í gærmorgun og komst þar með ekki í átta manna úrslit
Einbeitt Sonja Sigurðardóttir áður en hún synti í París í gærmorgun.
Einbeitt Sonja Sigurðardóttir áður en hún synti í París í gærmorgun. — Ljósmynd/ÍF

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Sonja Sigurðardóttir hafnaði í tólfta sæti í undanúrslitum 100 metra sunds með frjálsri aðferð í S3-flokki hreyfihamlaðra á Paralympics-leikunum í París í gærmorgun og komst þar með ekki í átta manna úrslit.

Sonja synti á tímanum 2:32,31, en Íslandsmet hennar í greininni er 2:22,15 mínútur, sem hún setti á Opna Evrópumeistaramótinu í Funchal í Portúgal í vor.

„Ég er bara þreytt,“ sagði Sonja í samtali við Morgunblaðið eftir sundið í gærmorgun.

Í greininni voru tveir flokkar, S2 og S3, sameinaðir í einn. Af keppendunum 16 í undanúrslitum voru 14 í S3 og tveir í S2. Flestir syntu skriðsund

...