Að minnsta kosti 51 maður féll og 235 til viðbótar særðust í eldflaugaárás Rússa á borgina Poltava í Úkraínu í gærmorgun. Philip Pronín, héraðsstjóri í Poltava-héraði, sagði í gærkvöldi að björgunarfólk væri enn að leita í rústunum, en Rússar skutu…

Að minnsta kosti 51 maður féll og 235 til viðbótar særðust í eldflaugaárás Rússa á borgina Poltava í Úkraínu í gærmorgun. Philip Pronín, héraðsstjóri í Poltava-héraði, sagði í gærkvöldi að björgunarfólk væri enn að leita í rústunum, en Rússar skutu tveimur langdrægum eldflaugum á herskóla borgarinnar og sjúkrahús í grenndinni.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hét því í gær að „rússnesku úrhrökin“ yrðu dregin til ábyrgðar fyrir árásina. Nokkurrar reiði gætti á samfélagsmiðlum í Úkraínu í gær, en óstaðfestar fregnir hermdu að árásin hefði beinst að fjölmennri heiðursverðlaunaathöfn, sem haldin var utandyra við herskólann, þrátt fyrir að ljóst væri að slík athöfn gæti orðið að skotmarki Rússa. Sagði Úkraínuher hins vegar ekkert hæft í þeim ásökunum.

Um er að ræða eina mannskæðustu eldflaugaárás Rússa frá upphafi

...