— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Skotveiðimenn hófu gæsaveiðar undir lok síðasta mánaðar og fer hún vel af stað, að sögn þeirra. Í fyrstu er það einkum heiðagæs sem er veidd en grágæs fer vanalega síðar af stað. Í Vatnsdalnum, þar sem meðfylgjandi ljósmynd var tekin fyrir skemmstu, er grágæsin víða í stórum hópum. Þeir skotveiðimenn sem kjósa fremur rjúpu verða að halda í sér örlítið lengur. Veiðitímabil hennar hefst undir lok október.