Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 á næstu dögum. Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar er að glíma við veikindi og…

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 á næstu dögum. Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar er að glíma við veikindi og hefur Jón Gísli Eyland Gíslason leikmaður ÍA verið kallaður inn í hópinn í hans stað. Ísland er í þriðja sæti I-riðils með sex stig eftir fjóra leiki. Wales er í öðru með 11 stig eftir sex leiki og Danmörk í toppsætinu með 11 stig eftir fimm leiki.

Handknattleiksþjálfarinn Eyþór Lárusson hefur framlengt samning sinn við Selfyssinga til næstu þriggja ára. Hann hefur þjálfað kvennalið Selfoss frá sumrinu 2022 og undir hans stjórn vann það öruggan sigur í 1. deildinni á síðasta tímabili, þar sem það vann alla 18 leiki sína og endurheimti sætið í úrvalsdeildinni, ásamt því að komast í

...