Ræða Netanjahú fór yfir afstöðu sína á blaðamannafundi í fyrrakvöld, og sýndi þar m.a. kort sem átti að sýna vopnasmygl yfir egypsku landamærin.
Ræða Netanjahú fór yfir afstöðu sína á blaðamannafundi í fyrrakvöld, og sýndi þar m.a. kort sem átti að sýna vopnasmygl yfir egypsku landamærin. — AFP/Ohad Zwigenberg

Nokkur mannfjöldi kom saman til að mótmæla í helstu borgum Ísraels í gær og krafðist þess að gengið yrði til samninga við hryðjuverkasamtökin Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna á Gasasvæðinu. Var þetta þriðja daginn í röð sem efnt er til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda í stríðsrekstrinum, en upphaf þeirra má rekja til þess að sex gíslar samtakanna fundust látnir á laugardaginn var.

Þrátt fyrir mótmælin er enginn bilbugur á Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, en hann hélt blaðamannafund á mánudagskvöldið þar sem hann bað fjölskyldur gíslanna sex afsökunar á því að ekki tókst að koma þeim heim heilu og höldnu. Sagði hann á sama tíma að ekki væri hægt að ganga til samninga við Hamas-samtökin að óbreyttu.

Netanjahú sagði m.a. að nauðsynlegt skilyrði slíkra samninga væri að Ísraelsríki hefði alla stjórn á

...