Við viljum kolefnisjákvæðar vindmyllur í staðinn fyrir kolefnisneikvæðar.
Eiríkur Þorsteinsson
Eiríkur Þorsteinsson

Eiríkur Þorsteinsson

Landsvirkjun hefur fengið leyfi til framkvæmda við vindorkugarð sem inniheldur fjölda vindmylla við Búrfell og fyrir liggur að fleiri fylgi í kjölfarið, enda orkan vistvæn og eftir nógu að sækjast í íslenskum gusti.

Aftur á móti er efnið sem er notað í vindmyllur nútímans með hátt kolefnisspor og ekki umhverfisvænt og því verulegur ávinningur ef hægt er að minnka kolefnisspor uppbyggingarinnar.

Ég heimsótti byggingasvæði í Svíþjóð fyrir rúmum 30 árum, þar sem verið var að reisa fjölbýlishús úr timbri. Hópurinn sem ég var með var starfsmenn rannsóknastofnana á Norðurlöndum sem störfuðu við timburrannsóknir. Menn höfðu ýmsar skoðanir á því hvort það væri eitthvert vit í að reisa fjölbýlishús úr timbri, en allir voru sammála um kosti þess að nota byggingarefni með lágt kolefnisspor.

...