Íslenska karlalandsliðið í fótbolta býr sig undir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni, gegn Svartfjallalandi á föstudag og Tyrklandi á mánudag, og óhætt er að segja að staðan á hópnum sé í hæsta máta óvenjuleg

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta býr sig undir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni, gegn Svartfjallalandi á föstudag og Tyrklandi á mánudag, og óhætt er að segja að staðan á hópnum sé í hæsta máta óvenjuleg.

Hvorki fleiri né færri en tólf af þeim sem nú skipa hópinn skiptu um félag í sumar, auk eins sem þurfti að draga sig út úr hópnum, og flestir þeirra tóku með því skref upp á við á ferlinum.

Þeir fóru flestir ýmist í sterkari deild eða stærra félag, nema hvort tveggja sé.

Vistaskipti Orra Steins Óskarssonar standa upp úr en hann er kominn í spænsku 1. deildina með Real Sociedad sem keypti tvítuga Seltirninginn fyrir þrjá milljarða íslenskra króna af FC Köbenhavn.

...