Það eiga allir rétt á því að lifa heilbrigðu kynlífi. Það sem einkennir jákvæð sambönd eru meðal annars góð samskipti, hreinskilni og tillitssemi.
Sóley S. Bender
Sóley S. Bender

Sóley S. Bender

Í dag, þann 4. september, er alþjóðlegur kynheilbrigðisdagur sem hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 2010. Alþjóðasamtök um kynheilbrigði sáu til þess að byrjað var að halda þennan dag hátíðlegan. Tilgangur dagsins er að vekja fólk um allan heim til meðvitundar um kynheilbrigði.

Þema dagsins á þessu ári 2024 er jákvæð sambönd. En hvers vegna er nauðsynlegt að vekja athygli á jákvæðum samböndum? Jú, slíkt er mikilvægt því víða fyrirfinnst ójöfnuður í samböndum þar sem annar aðilinn ræður yfir hinum og jafnvel beitir hann ofbeldi. Það er líka staðreynd að kúgun innan sambands er oft lúmskt ferli og viðkomandi aðili sem verður fyrir slíku áttar sig stundum nokkuð seint í ferlinu á því að um kúgun hafi verið að ræða og jafnvel niðurlægingu og einangrun af hálfu hins aðilans. Því er mjög mikilvægt að allir átti sig á því hvað

...