Stjórnvöld í Keníu og Úganda fordæmdu í gær morðið á ólympíufaranum Rebeccu Cheptegei, en hún lést í gærmorgun af sárum sínum nokkrum dögum eftir að kærasti hennar ákvað að hella bensíni yfir hana og kveikja í
Morð Cheptegei átti landsmet Úganda í maraþonhlaupi kvenna.
Morð Cheptegei átti landsmet Úganda í maraþonhlaupi kvenna. — AFP/Ferenc Isza

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Stjórnvöld í Keníu og Úganda fordæmdu í gær morðið á ólympíufaranum Rebeccu Cheptegei, en hún lést í gærmorgun af sárum sínum nokkrum dögum eftir að kærasti hennar ákvað að hella bensíni yfir hana og kveikja í.

Kimani Mbugua, yfirlæknir gjörgæsludeildar Moi-sjúkrahússins í Eldoret í Keníu, sagði að brunasár Cheptegei hefðu verið umfangsmikil og náð yfir rúmlega 80% af líkama hennar. Læknar hefðu reynt allt sem þeir gátu til þess að bjarga lífi hennar, en lítil von hefði verið til þess.

Lögreglan í Keníu segir að kærasti Cheptegei, Dickson Ndiema Marangach, hafi á sunnudaginn ákveðið að brjótast inn á heimili hennar meðan hún sótti kirkju ásamt dætrum sínum. Þær urðu vitni að árásinni, en Marangach hlaut sjálfur alvarleg brunasár í

...