Frjáls Eitt verkanna á sýningunni.
Frjáls Eitt verkanna á sýningunni.

Berglind Ágústsdóttir opnaði í gær örsýningu í Limbó, tilraunarými Nýlistasafnsins, sem stendur til og með 8. september og er opin alla daga milli kl. 12 og 18. „Þar sýnir hún ný verk til­einkuð fólkinu í Palestínu. Berglind selur myndirnar á eigin vegum en allur ágóði rennur til neyðar­aðstoðar fyrir fólkið á Gaza,“ segir í viðburðarkynningu. Berglind segir teikningar sínar hafa fæðst upp úr hryllingi og sorg „yfir allri þessari endalausu grimmd og voru mín leið að vinna úr öllum þessum tilfinningum sem maður upplifir við að horfa upp á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Maður stendur svo valdalaus gagnvart öllum þessi hrylling sem virðist bara versna og versna. Sama hvað við öskrum, deilum, skrifum og gerum er það eins og dropi í hafið. Það er auðvelt að fallast algjörlega hendur og missa alla trú á mannkyninu þegar maður horfir upp á að þessu sé leyft að gerast. En það er mikilvægt að gefast ekki upp, höldum utan um hvert annað, tölum saman og leyfum ekki

...