Framtíðin er sjálfvirk og smám saman eru sjálfstýrðir smáþjarkar farnir að leika stærra hlutverk í alls konar daglegum rekstri. Björn Kári Björnsson, hreinlætisráðgjafi hjá Rekstrarvörum, segir skúringaþjarka gott dæmi um það sem koma skal en tæknin …
Björn Kári Björnsson og Magnús Ingi Björnsson innan um flota af ræstingavélum. Sjá má vígalegan Lionsbot Rex vinstra megin á myndinni.
Björn Kári Björnsson og Magnús Ingi Björnsson innan um flota af ræstingavélum. Sjá má vígalegan Lionsbot Rex vinstra megin á myndinni. — Morgunblaðið/Eggert

Framtíðin er sjálfvirk og smám saman eru sjálfstýrðir smáþjarkar farnir að leika stærra hlutverk í alls konar daglegum rekstri. Björn Kári Björnsson, hreinlætisráðgjafi hjá Rekstrarvörum, segir skúringaþjarka gott dæmi um það sem koma skal en tæknin hefur tekið miklum framförum á skömmum tíma og stóreykur afköst við ræstingar:

„Þessi þjarkatækni hefur núna verið til í nokkur ár en tækin taka stöðugum framförum og verða sífellt öflugri og fullkomnari. Þeir sem hafa prófað þjarka fyrir fimm árum eða svo, en ekki þótt þeir nógu góðir þá, ættu endilega að gefa þeim aftur gaum því miklar breytingar hafa orðið á skömmum tíma.“

Rekstrarvörur flytja inn sjálfvirka gólfþvottaþjarka frá síngapúrska framleiðandanum Lionsbot og segir Björn að tækin bæði skynji umhverfi sitt af mikilli nákvæmni og þrífi vel. „Við bjóðum núna upp á þrjár mismunandi

...