Vöruúrvalið hjá Aflvélum hefur stækkað töluvert á undanförnum árum en á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð krækti félagið í umboð fyrir dráttarvélaframleiðandann Valtra. Friðrik Ingi Friðriksson er framkvæmdastjóri Aflvéla og segir hann mikinn feng …
Friðrik Ingi segir að með tilkomu rafknúinna götusópa hafi framleiðendum reynst nauðsynlegt að bjóða líka upp á hljóðlátari bursta.
Friðrik Ingi segir að með tilkomu rafknúinna götusópa hafi framleiðendum reynst nauðsynlegt að bjóða líka upp á hljóðlátari bursta. — Morgunblaðið/Eyþór

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Vöruúrvalið hjá Aflvélum hefur stækkað töluvert á undanförnum árum en á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð krækti félagið í umboð fyrir dráttarvélaframleiðandann Valtra.

Friðrik Ingi Friðriksson er framkvæmdastjóri Aflvéla og segir hann mikinn feng í Valtra: „Um er að ræða finnska hönnun þar sem þægindi ökumanns eru í forgrunni og tæknin notuð til að gera alla notkun dráttarvélarinnar einfaldari.“

Sem dæmi um nýjungarnar hjá Valtra nefnir Friðrik Ingi að nú séu í boði fullkomnar GPS-lausnir sem auka nákvæmni og skilvirkni við störf úti á túnum og þá bjóða sumar gerðir Valtra-dráttarbíla upp á töluverða sjálfvirkni við tilteknar aðstæður. „Með GPS-sjálfstýringu setur dráttarvélin sjálfvirka aðgerðaröð af stað – Auto U-Pilot – sem

...