Ásmundarsalur Butterfly Tales ★★★½· Helgi Þórsson. Sýningin stendur til 29. september 2024. Opið virka daga kl. 08.30-16 og um helgar kl. 08.30-17.
Stólar Krómaðir skúlptúrar og lágmyndir skapa ævintýralegt yfirbragð á nýrri sýningu Helga Þórssonar.
Stólar Krómaðir skúlptúrar og lágmyndir skapa ævintýralegt yfirbragð á nýrri sýningu Helga Þórssonar. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

Það var köttur sem hét Helgi, sem elskaði stóla og sofnaði þeim á. Það var gaman þá,“ segir í „Örsögu“ eftir Einar Guðmundsson sem birtist í sýningarskrá nýrrar sýningar Helga Þórssonar í Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Sagan og heiti sýningarinnar, Butterfly Tales, fanga vel léttleikann sem þar ríkir og við fáum að skyggnast inn í ævintýralegan hugarheim listamannsins.

Komið víða við á ferlinum

Helgi fæddist árið 1975 og lærði fyrst raftónlist við Konunglega tónlistarháskólann í Haag en sneri sér að myndlist við Gerrit Rietfeld-akademíuna og lauk meistaranámi frá Sandber-stofnuninni í Amsterdam. Helgi hefur komið víða við

...