Sænska morðlöggan Evert Bäckström er sérlega skemmtileg týpa, en seríurnar þrjár um þennan hrokafulla karlpung má finna í Sjónvarpi Símans. Bäckström telur sig klárlega besta morðrannsóknarlögreglumann heims og á milli þess sem hann leysir morðmál talar hann um ágæti sitt í sjónvarpi
Morðmál Kjell Bergqvist leikur Bäckström.
Morðmál Kjell Bergqvist leikur Bäckström.

Ásdís Ásgeirsdóttir

Sænska morðlöggan Evert Bäckström er sérlega skemmtileg týpa, en seríurnar þrjár um þennan hrokafulla karlpung má finna í Sjónvarpi Símans. Bäckström telur sig klárlega besta morðrannsóknarlögreglumann heims og á milli þess sem hann leysir morðmál talar hann um ágæti sitt í sjónvarpi. Bäckström fer nokkuð óhefðbundnar og ekki alltaf löglegar leiðir þegar hann rannsakar mál sín og sést jafnvel stinga á sig fé eða hlutum ef tækifærin gefast. Oft er hann heldur ekkert allt of allsgáður. En snjall er hann, þrátt fyrir allt.

Í fyrstu seríu rannsakar hann dularfullt morð þar sem beinagrind konu finnst á lítilli eyju. Í ljós kemur að konan hafi í raun látið lífið í flóðbylgjunni miklu árið 2004 í Taílandi og því er það mikil ráðgáta hvernig líkið endaði á eyju í Svíþjóð.

Í seríu tvö koma fyrir vondir Rússar, en ekki hvað, og dularfull og rándýr brúða af Gosa. Ástin

...