Þökk sé strangari reglum er alls kyns hjálpar- og öryggisbúnaður sem áður var valkvæður orðinn staðalbúnaður í sendibílum. „Nýir öryggisstaðlar frá ESB, GSR2, valda því í reynd að ódýrustu sendibílarnir hreinlega detta út af markaðinum því…
Jóhann Berg Þorgeirsson og Benedikt Emilsson stilla sér upp við Renault Trafic. Bílar af þessari stærð henta bæði sem leigu- og sendibílar.
Jóhann Berg Þorgeirsson og Benedikt Emilsson stilla sér upp við Renault Trafic. Bílar af þessari stærð henta bæði sem leigu- og sendibílar.

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Þökk sé strangari reglum er alls kyns hjálpar- og öryggisbúnaður sem áður var valkvæður orðinn staðalbúnaður í sendibílum. „Nýir öryggisstaðlar frá ESB, GSR2, valda því í reynd að ódýrustu sendibílarnir hreinlega detta út af markaðinum því krafan er sú að bílarnir séu seldir með ákveðnum skynjurum og öryggistækni,“ segir Benedikt Emilsson, verkefnastjóri fyrirtækjasviðs hjá BL.

Spurður hvort þessi þróun sé ekki af hinu góða segir Benedikt að búnaðurinn sem um ræðir borgi sig yfirleitt enda dragi hann úr líkunum á slysum og óhöppum sem annars myndu kalla á kostnaðarsamar viðgerðir.

BL er með umboð fyrir sendibílalínu Renault en franski bílaframleiðandinn smíðar sendibíla í þremur stærðarflokkum: Kangoo, Trafic og Master. „Við

...