Guðný Einarsdóttir
Guðný Einarsdóttir

Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hefst á morgun, laugardag, kl. 12 með tónleikum Guðnýjar Einarsdóttur organista og söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. „Guðný flytur verk eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Báru Grímsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Þau vísa öll á einn eða annan hátt til íslenskrar náttúru sem er full af andstæðum, er bæði stórbrotin og viðkvæm. Á sama tíma hafa öll verkin trúarleg tengsl.

Á tónleikunum verður frumfluttur hluti úr verki eftir Báru Grímsdóttur sem heitir Flóra. Nöfnin á köflum verksins eru heiti á plöntum úr íslenskri flóru sem minna á eða vísa til ritningarstaða og helgisagna og saman flétta þau blómsveig um fagnaðarerindi Jesú Krists,“ segir í tilkynningu. ­Miðar eru seldir í anddyri Hallgrímskirkju og á tix.is