Grænmeti Fleiri konur en karlar borða grænmeti og ávexti daglega.
Grænmeti Fleiri konur en karlar borða grænmeti og ávexti daglega. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti

Um 56% fullorðinna borðuðu grænmeti daglega eða oftar á seinasta ári og hefur þeim sem borða grænmeti daglega fækkað um fjögur prósentustig frá árinu 2019. Var lækkunin mest milli áranna 2019 og 2020 eða tvö prósentustig. Á árinu 2023 borðuðu mun fleiri konur (62%) en karlar (50%) grænmeti daglega eða oftar, sem er svipað neyslumynstri fyrri ára. Einnig hefur heldur fækkað í hópi þeirra sem borða ávexti daglega eða oftar á tímabilinu 2019 til ársins 2023.

Þessar upplýsingar koma fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknisembættisins, þar sem fjallað er um mataræði landsmanna á seinasta ári skv. niðurstöðum úr vöktun hjá Gallup og þær bornar saman við niðurstöður áranna 2019 til 2023. Einnig er stuðst við niðurstöður úr rannsókninni Heilsa og líðan á Íslandi.

Í ljós kemur að meðal karla borðuðu marktækt fleiri karlar í yngsta

...