Starfsemi Landstólpa hefur tekið töluverðum breytingum frá því fyrirtækið var stofnað árið 2000. Upphaflega var reksturinn helgaður innflutningi á innréttingum fyrir fjós en starfsemin vatt hratt upp á sig, fyrst með innflutning á sáðvöru og…
Eiríkur segir nýja „naflastrenginn“ meira en fjórum sinnum afkastameiri en hefðbundin haugsuga.
Eiríkur segir nýja „naflastrenginn“ meira en fjórum sinnum afkastameiri en hefðbundin haugsuga. — Ljósmynd/Guðmundur Karl

Starfsemi Landstólpa hefur tekið töluverðum breytingum frá því fyrirtækið var stofnað árið 2000. Upphaflega var reksturinn helgaður innflutningi á innréttingum fyrir fjós en starfsemin vatt hratt upp á sig, fyrst með innflutning á sáðvöru og stálgrindarhúsum og nú að vöruúrvalið spannar allt frá vélum og tækjum fyrir bóndann yfir í fóður fyrir hunda og ketti.

Eru starfsstöðvar fyrirtækisins orðnar fjórar talsins: í Gunnbjarnarholti á Selfossi, á Lyngási 11 á Egilsstöðum þar sem félagið opnaði á dögunum nýja og endurbætta verslun, þá er gæludýraverslunin Joserabúðin í Ögurhvarfi Kópavogi og loks dótturfélagið Vélaval í Varmahlíð sem sinnir einkum bændum á Norðurlandi með rekstrarvöru, almennum landbúnaðarvörum og tækjum.

Eiríkur Arnarsson er deildarstjóri landbúnaðarsviðs Landstólpa og segir hann framleiðendur kynna áhugaverðar nýjungar með reglulegu

...