Vladimír Pútín
Vladimír Pútín

Stjórnvöld í Rússlandi neituðu í gær ásökunum Bandaríkjastjórnar um að Rússar hefðu hleypt af stokkunum víðtækri herferð til þess að dreifa falsfregnum í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í nóvember.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf í fyrradag út ákæru á hendur tveimur Rússum, sem ráðuneytið sakaði um að hafa veitt nærri 10 milljónir bandaríkjadala í fjölmiðlafyrirtækið Tenet Media, sem aftur veitti háa styrki til vinsælla bloggara og hlaðvarpsstjórnenda á hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Var helsta markmið Tenet Media að ýta undir misklíð í bandarísku samfélagi að sögn ráðuneytisins.

Dómsmálaráðunetið ákvað sömuleiðis að setja tíu einstaklinga á svartan lista og gera 32 netlén upptæk í tengslum við málið, en

...