Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hefur endurvakið umræðu um inntak hans, framgang og fjármögnun. Kjartan Magnússon, reyndastur borgarfulltrúa, rifjaði upp í grein blaðinu í gær að „eitt helsta markmið ríkisins með samgöngusáttmálanum 2019 var að freista þess að rjúfa þá kyrrstöðu sem þá hafði ríkt í áratug varðandi samgönguframkvæmdir í Reykjavík“.

Af hverju var kyrrstaða? Jú, vegna „samgöngustoppsins“ sem vinstrimeirihlutinn 2011 samdi um við Jóhönnustjórnina og fól í sér að engar samgöngubætur yrðu gerðar á stofnbrautum í Reykjavík í heilan áratug. Meirihlutinn gekk þó enn lengra 2014 og tók ýmsar samgöngubætur af aðalskipulagi, að ógleymdum ítrekuðum og vísvitandi töfum á Sundabrautinni.

Heilum fimm árum eftir gerð sáttmálans hefur lítið gerst og var þó í honum „kveðið á um

...