TÓNLIST Ný plata Nicks Caves og The Bad Seeds, Wild God, kom út 30. ágúst. Nú þegar hafa birst umsagnir um plötuna sem hlýtur mikið lof. Í dómi Guardian segir eftirfarandi: „Þetta meistarastykki gerir þig aftur ástfanginn af lífinu.“…
Nick Cave við tökur á nýjustu plötunni sinni sem er m.a. fáanleg á helstu streymisveitum.
Nick Cave við tökur á nýjustu plötunni sinni sem er m.a. fáanleg á helstu streymisveitum. — Ljósmynd/Youtube

TÓNLIST Ný plata Nicks Caves og The Bad Seeds, Wild God, kom út 30. ágúst. Nú þegar hafa birst umsagnir um plötuna sem hlýtur mikið lof. Í dómi Guardian segir eftirfarandi: „Þetta meistarastykki gerir þig aftur ástfanginn af lífinu.“ Platan inniheldur tíu lög sem eru blanda af hefðbundnu efni söngvarans og tilraunakenndum nýjungum. Cave, sem verður 67 ára 22. september, hefur upplifað mikinn missi í lífinu eftir fráfall tveggja sona sinna. Áföllin eru sögð hafa haft áhrif á fyrri plötur söngvarans en á Wild God fer hann á meira upplífgandi stað.