Lýsingin á þessum 27 sekúndum sem hnífamaðurinn stendur yfir Rushdie og liggur síðan ofan á honum og stingur hann og stingur er ótrúlega sterk.
„Það eru mikil tíðindi fyrir bókmenntaunnendur á Íslandi að fá Salman Rushdie til landsins,“ segir Halldór Guðmundsson.
„Það eru mikil tíðindi fyrir bókmenntaunnendur á Íslandi að fá Salman Rushdie til landsins,“ segir Halldór Guðmundsson. — Morgunblaðið/Eggert

Halldór Guðmundsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, mun ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur ræða við Salman Rushdie að lokinni verðlaunaafhendingunni í Háskólabíói 13. september næstkomandi. Viðburðurinn er ókeypis en það þarf að skrá sig á tix.is.

„Það eru mikil tíðindi fyrir bókmenntaunnendur á Íslandi að fá Salman Rushdie til landsins og frábært tækifæri að fá að heyra hann ræða um verk sín í Háskólabíói. Í þessum verkum er einatt tveggja heima sýn, því hann er öðrum þræði að fást við sinn indverska uppruna, drenginn frá Bombay, eins og hann leggur áherslu á, og rætur sínar í Kasmír. En um leið er hann breskur rithöfundur,“ segir Halldór, sem starfaði lengi sem útgáfustjóri og gaf út bókina Söngva Satans eftir Rushdie.

„Hann kemur ungur til Englands, er þar í framhaldsskóla og háskóla og er oft

...