Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er eitruð blanda, sem fer ekki bara illa ofan í flokkana heldur er þjóðinni orðið ómótt.
Bjarni Benediktsson hefur átt sínar sigurstundir í stjórnmálum. Nú er flokkur hans í miklum vandræðum því kjósendur láta ekki lengur heillast.
Bjarni Benediktsson hefur átt sínar sigurstundir í stjórnmálum. Nú er flokkur hans í miklum vandræðum því kjósendur láta ekki lengur heillast. — Morgunblaðið/Eggert

Sjónarhorn

Kolbrún Berþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er afar vansæll í ríkisstjórnarsamstarfi sem enginn neyddi flokkinn til að taka þátt í. Þjóðin fær yfir sig nær daglega holskeflu frétta af vanlíðan sjálfstæðismanna sem kvarta sáran undan því að í ríkisstjórnarsamstarfinu komi vinstri grænir fram við þá eins og þeir séu gólftuskur. Þeir tönglast síðan stöðugt á því að stefna flokksins hafi týnst í samstarfinu og nauðsynlegt sé að finna hana. Þjóðin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að taka þátt í þeirri leit með þeim.

Þetta ámátlega fórnarlambsvæl er orðið ansi þreytandi. Ef sjálfstæðismenn geta ekki lifað með þeirri staðreynd að þeir eru í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem þeir hafa

...