Það var eftir öðru að haustið kom í bæinn á undan sumrinu þetta árið. Gerbreytt staða blasir við í hælisleitarmálum, en umsóknum um hæli hefur fækkað um 74% milli ára og margföldun á endursendingu á fólki, sem synjað hefur verið um landvist hér
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stappaði stálinu í sitt fólk á flokksráðsfundi um liðna helgi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stappaði stálinu í sitt fólk á flokksráðsfundi um liðna helgi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

31.8.-6.9.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Það var eftir öðru að haustið kom í bæinn á undan sumrinu þetta árið.

Gerbreytt staða blasir við í hælisleitarmálum, en umsóknum um hæli hefur fækkað um 74% milli ára og margföldun á endursendingu á fólki, sem synjað hefur verið um landvist hér. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra þakkar það nýjum lagaheimildum.

Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar segja Reykjavíkurborg standa þvera gegn stækkun á byggingarlandi þeirra, en með þeim var gerð samþykkt árið 2015 um vaxtarmörk á svæðinu.

...