Tvær sýningar verða opnaðar í Gallery Port í dag, laugardaginn 7. september. Þá opnar Hlynur Hallsson sýningu sína Herbergi með útsýni og Páll Ivan frá Eiðum opnar sýninguna Óspilandi helvíti
Myndlist Hlynur sýnir ný verk í Gallery Port og gefur um leið út bók.
Myndlist Hlynur sýnir ný verk í Gallery Port og gefur um leið út bók. — Morgunblaðið/Hákon

Tvær sýningar verða opnaðar í Gallery Port í dag, laugardaginn 7. september. Þá opnar Hlynur Hallsson sýningu sína Herbergi með útsýni og Páll Ivan frá Eiðum opnar sýninguna Óspilandi helvíti.

Verk Hlyns eru öll frá þessu ári, ljósmynda- og textaverk, spreyverk og teikningar. Í tilefni sýningarinnar kemur út bókin Þúsund dagar Dagur eitthundraðþrjátíuogníu til tvöhundruðfjörutíuogþrjú sem byggð er á dagbókum Hlyns, sem hann hefur skrifað undanfarin 40 ár og hugleiðingum þeim tengdum.

Páll sýnir í Sjoppunni sem er nýtt tilraunarými í Gallery Port þar sem alls konar myndlistarfólk sýnir ný og nýleg verk. Páll hefur látið til sín taka í íslensku listalífi á ýmsum sviðum en hér sýnir hann nýjar teikningar.

...