Fimmtíu ár eru liðin frá fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur en þeir voru haldnir þann 4. ágúst 1974. Af þessu tilefni heldur sveitin tónleika í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudaginn 8. september, kl
Stjórnin Una Sveinbjarnardóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Nardeau, Áshildur Haraldsdóttir, Richard Korn og Hrafnkell Orri Egilsson.
Stjórnin Una Sveinbjarnardóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Nardeau, Áshildur Haraldsdóttir, Richard Korn og Hrafnkell Orri Egilsson.

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Fimmtíu ár eru liðin frá fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur en þeir voru haldnir þann 4. ágúst 1974. Af þessu tilefni heldur sveitin tónleika í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudaginn 8. september, kl. 16. Á þessum fyrstu tónleikum var leikin barokktónklist og 20. aldar tónlist og tekur efnisskrá tónleikanna á morgun mið af þeirri efnisskrá, leikin verða verk eftir sömu tónskáld og þá voru leikin en þó önnur verk.

„Við ætlum að flytja hátíðlega barokktónlist. Það gerum við alltaf á jólatónleikunum okkar. Þá erum við með dagskrá frá barokktímabilinu, með strengjasveit og sembal,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, sem situr einnig í stjórn Kammersveitarinnar. Á efnisskránni er Concerto Grosso op. 6 nr. 4 eftir Arcangelo

...