Stampede Ventures og Truenorth framleiða þættina fyrir CBS/Paramount.
Stampede Ventures og Truenorth framleiða þættina fyrir CBS/Paramount. — Morgunblaðið/Ásdís

sjónvarp Hinn 12. september geta áskrifendur Símans Premium notið þess að sjá sænsku leikkonuna Lenu Olin á skjánum. Hún fer með aðalhlutverk í nýrri þáttaröð sem gerð er eftir bók Ragnars Jónassonar, Dimmu, og leikstýrt af Lasse Hallström. Þáttaröðin gerist öll á Íslandi. Lena leikur lögreglukonuna Huldu sem rannsakar morð en stríðir á sama tíma við persónulega djöfla.