Tíminn sem fer í samfélagsmiðla mætti eflaust nýta til fleiri mannbætandi viðfangsefna.

Pistill

Guðrún Sæmundsen

gss@mbl.is

Við göslumst í gegnum dagana uppfull af eldmóði og áhyggjum yfir hvað næsti maður hefur fram yfir okkur. Liggjum yfir myndum og „montstatusum“ á Facebook og Instagram. Samkvæmt þessum miðlum hafa allir það miklu betra en við. Verkefni sem eiga að leysast verða að vandamálum sem vinda upp á sig og ekki sér fyrir endann á. Tímann sem fer í samfélagsmiðla mætti eflaust nýta til fleiri mannbætandi viðfangsefna.

Krakkarnir sem eru í tíunda bekk núna voru að fæðast um það leyti sem fávitavæðing Facebook var að hasla sér völl og fyrsti iPhone-snjallsíminn kom á markað. Skjánotkun er ekki þeirra vandamál, það er okkar foreldranna. Þau hafa frá blautu barnsbeini horft á mömmu og pabba með nefið í skjánum. Við erum bara

...