Goðafræði forn­ald­ar hefur reynst furðulífseig og þangað eru enn sótt minni, söguhetjur og sagnabrot í nútímaskáldskap, samanber American Gods og Marvel-kviðu alla
Seifur Jeff Goldblum fer á kostum á Ólympstindi.
Seifur Jeff Goldblum fer á kostum á Ólympstindi. — Netflix

Andrés Magnússon

Goðafræði forn­ald­ar hefur reynst furðulífseig og þangað eru enn sótt minni, söguhetjur og sagnabrot í nútímaskáldskap, samanber American Gods og Marvel-kviðu alla.

Á Netflix gefur nú að líta þáttaröðina Kaos, sem dregur nafn af því gapi Ginnunga sem við blasir ef goðin hafa ekki röð og reglu á hlutunum. Þetta er listilega vel gerð þáttaröð, margslungin með þéttri framvindu og ótrúlegu persónugalleríi með vel völdum leikurum. Og það er nostrað við aukahlutverkin líka.

Aðalhlutverk Seifs er í höndum hins sísvala Jeffs Goldblums, sem drottnar yfir hliðarveruleika nútímans, þar sem goð, menn og meinvættir eigast við, sjaldnast farsællega.

Prómeþeifur er sögumaður, Orfeifur og Evridís sjá um rómantíkina og stundum þarf að taka ferjuna yfir Styx. Þekking á grísku goðafræðinni er

...