Í Fljótavík ríkir kyrrðin ein og náttúrufegurðin blasti við hvert sem litið var á þessum fallega síðsumarsdegi.
Á flugvellinum í Fljótavík má sjá Árna ganga um með bensínbrúsa.
Á flugvellinum í Fljótavík má sjá Árna ganga um með bensínbrúsa.

Ljósmyndir

Árni Sæberg

saeberg@mbl.is

Snemma morguns á fimmtudegi í liðinni viku hringdi Árni Gunnnarsson vinur minn og tjáði mér að hann og vinur hans, Geir Björnsson, væru að fara í Fljótavík á tveimur fisvélum að renna fyrir fisk, en Geir á þarna fjölskylduhús. Mér var boðið með og var ekki lengi að þiggja þetta góða boð. Við rétt náðum að skjótast á milli lægða, en Árni sagði einmitt þetta hafi verið eini veðurglugginn á þessu svæði því von var á enn einni lægðinni um kvöldið.

Ég dreif mig af stað og var kominn stuttu síðar upp á Hólmsheiði á flugvöll Fisfélagsins. Þar biðu tvær

...