Ópera Arnheiður Eiríksdóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína.
Ópera Arnheiður Eiríksdóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína.

Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran var nýverið tilnefnd til alþjóðlegu óperuverðlaunanna, Opera Awards, í flokki rísandi stjarna. Hún er fastráðin við Þjóðaróperuna í Prag og hefur vakið athygli í uppfærslum þar, m.a. fyrir hlutverk Oktavian í Rósarriddaranum eftir Richard Strauss. Hún er tilnefnd til verðlaunanna ásamt níu öðrum ungum söngvurum.

Arnheiður deildi fréttunum nýverið á Facebook-síðu sinni, en þar skrifar listrænn stjórnandi Þjóðaróperunnar, Per Boye Hansen, af stolti um tilnefningar Arnheiðar og samstarfsfólks hennar.

Verðlaunin verða afhent 2. október næstkomandi.