Eftir árásina varð mér hins vegar ljóst að eina leiðin til að geta komist yfir hana var að fara í gegnum hana – ég þurfti að skrifa um árásina áður en ég gat farið að hugsa um eitthvað annað.
„Það er einhver varanlegur skaði á auga og vinstri hendi en ég hef jafnað mig að mestu leyti,“ segir Rushdie.
„Það er einhver varanlegur skaði á auga og vinstri hendi en ég hef jafnað mig að mestu leyti,“ segir Rushdie. — Ljósmynd/ Rachel Eliza Griffiths

Rithöfundurinn Salman Rushdie tekur á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í Reykjavík föstudaginn 13. september. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár þekktum alþjóðlegum rithöfundi sem hefur átt þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar.

Í rökstuðningi valnefndar segir að skáldsögur Rushdies séu „heillandi heimspekilegar og upplýsandi sögur fyrir lesendur sem eru tilbúnir að uppgötva nýja heima“. Rushdie hafi orðið „táknmynd hugrekkis og óbeygjanlegs vilja“ eftir að hafa haldið áfram að skrifa bækur þrátt fyrir dauðadóm frá klerkastjórninni í Íran og banatilræði fyrir tveimur árum.

Rushdie, sem er 77 ára, er höfundur á þriðja tug bóka. Þekktastar eru Miðnæturbörn og Söngvar Satans sem báðar hafa komið út á íslensku. Miðnæturbörn var önnur skáldsaga Rushdies og vann Booker-verðlaunin

...