Þetta er til marks um að sveitin er í raun enn í leit að hinum „rétta“ tóni um leið og allt er svo spennandi og forvitnilegt þegar þú ert að byrja í hljómsveit.
Svalir Það er gengisára yfir ungliðunum í Sameheads.
Svalir Það er gengisára yfir ungliðunum í Sameheads.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Sameheads, sem lönduðu 3. sæti lögðu sig eftir sígildri töffaranýbylgju hvar Cure, Interpol og Fontaines D.C. lágu til grundvallar. Efnilegt verður að segjast, ímyndin svöl og gítarvinna með miklum myndarbrag.“ Svo reit ég fyrir tveimur árum síðan í kjölfar Músíktilrauna og birti textann á Fjasbókarreikningnum mínum. Já, Sameheads voru svalir gaurar, fimm strákar að gera indírokk og töffaraheitin eftir því. Það var þétt hljómsveitarára á sviðinu, þeir geisluðu, og þó að sveitin væri enn tiltölulega losaraleg og hrá í samspili bætti þessi mikli sjarmi það allt saman upp.

Það er Heavy Knife Records sem gefur út en platan var tekin upp af Alfreð Drexler. Jóhann Rúnar Þorgeirsson hljóðblandaði svo og

...