Ég lít svo á að hlutverk ríkisins sé að tryggja og auka eftir fremsta megni frelsi borgaranna til þess að lifa lífinu eftir eigin höfði.
„Valdafólk hér ber það margt ekki með sér að hafa nokkru sinni stigið upp í strætisvagn, hvað þá að hafa búið á stað þar sem almenningssamgöngur eru í lagi.“
„Valdafólk hér ber það margt ekki með sér að hafa nokkru sinni stigið upp í strætisvagn, hvað þá að hafa búið á stað þar sem almenningssamgöngur eru í lagi.“ — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Smitberinn

Halldór Armand

halldor.armand @gmail.com

Félagi minn þurfti að komast heim til sín í Holtin úr Mosfellsbæ klukkan 22 á Menningarnótt. Einhver þurfti að sinna hestum meðan aðrir sinntu menningunni. Hann gekk út á stoppistöð og komst þar að því að þjónusta strætó hafði verið felld niður; það var sumsé gert ráð fyrir því að enginn þyrfti að komast í átt til bæjarins, bara frá honum. Hann tók því leigubíl sem kostaði 8.000 krónur.

Ég er staddur í hinu stórhættulega Evrópusambandi, nánar tiltekið Þýskalandi, þar sem ég nota svokallaðan Deutschland-miða. Hann gildir í allar almenningssamgöngur innan allra borga Þýskalands og milli þeirra í heilan mánuð. Miðinn kostar 49 evrur, 7.500 krónur. Það kostar meira að komast einu sinni heim til sín úr Mosfellsbæ

...