En aðalmarkmiðið er samt sem áður að gera mynd sem lætur fólki líða betur með sjálft sig og lífið. Þetta er „feel good“ mynd.
„Ég hef gaman að myndum sem hafa dýnamísk samtöl og ég hneigist að því að gera myndir sem láta fólki vel. Mér er í lófa lagt að skrifa mannlegar gamanmyndir,“ segir leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason.
„Ég hef gaman að myndum sem hafa dýnamísk samtöl og ég hneigist að því að gera myndir sem láta fólki vel. Mér er í lófa lagt að skrifa mannlegar gamanmyndir,“ segir leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason. — Morgunblaðið/Ásdís

Í kvikmyndinni Ljósvíkingar eru mannlegar tilfinningar í brennidepli; gleði, sorg, ótti, kærleikur, hugrekki og brennandi ástríða. Á hátíðarfrumsýningu í vikunni var oft mikið hlegið en myndin kallaði líka fram tár á hvörmum. Sagan er um djúpa vináttu, stöðu okkar sem þjóðar og trans mál og er óhætt að segja að blaðamanni hlýnaði um hjartaræturnar við áhorfið.

Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason sýnir nú stærstu mynd sína til þessa. Hann notar fólk úr sínu nærumhverfi á Ísafirði sem fyrirmyndir einhverra persónanna, auk þess sem hann sækir eldivið í eigin reynslu af störfum í veitingageiranum og sjávarútvegi.

„Ég var snöggur uppvaskari, enda vanur að vinna í akkorði þegar ég vann við að slægja,“ segir Snævar og brosir.

Hugmyndina að sögunni sjálfri

...