Margir snillingar eru þekktir fyrir að einangra sig í vinnu eða á heimili þar sem þeir hugsa í ró og næði.
Hinn ástríðufiulli bókaormur Warren Buffett og Barack Obama á fundi í Hvíta húsinu.
Hinn ástríðufiulli bókaormur Warren Buffett og Barack Obama á fundi í Hvíta húsinu. — AFP/Pete Souza

Snillingar eru vissulega á meðal okkar og hafa alltaf verið. Sérfræðingar telja sig hafa komist að því hvað einkennir þá og nefna til sögunnar sjö atriði.

Venjulega hefur það þótt nokkuð skrýtið að tala mikið við sjálfan sig, það hefur jafnvel verið talið merki um geðbilun. Sérfræðingar segja að það að tala við sjálfan sig geti verið mikið greindarmerki og leitt til betra minnis og aukið sjálfstraust og einbeitingu.

Ýmislegt þykir einnig benda til að nátthrafnar séu að jafnaði með hærri greinarvísitölu en aðrir. Það að kjósa helst að vinna um nætur og fram á morgun og fara seint að sofa og vakna seint getur leitt til betra minnis og einbeitingar. Í fjölmennum hópi nátthrafna eru Charles Darwin, James Joyce, Winston Churchill, Toulouse-Lautrec og Bob Dylan.

...