Það sem er umhugsunarvert er að hér er vitnað í orð fyrrverandi formanns norskra jafnaðarmanna og forsætisráðherra Noregs.
Stuðningur norrænna krata við NATÓ er ekki nýr af nálinni en nýtilkominn er jafn afdráttarlaus stuðningur við hergagnaiðnaðinn og þarna birtist.
Stuðningur norrænna krata við NATÓ er ekki nýr af nálinni en nýtilkominn er jafn afdráttarlaus stuðningur við hergagnaiðnaðinn og þarna birtist. — AFP/Wojtek Radwanskir

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Í byrjun árs, nánar tiltekið hinn 31. janúar, fengu þau hjá Heritage Foundation í Washington mikinn aufúsugest í heimsókn. Þetta var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ.

Til upplýsingar skal þess getið að Heritage Foundation er hægri sinnuð hugmyndaveita sem stofnuð var fyrir hálfri öld, árið 1973, að sögn til að standa vörð um bandarísk gildi, frelsi og lýðræði og efla BNA í hvívetna heima og heiman. Og trú hugsjónum sínum vilja þau hjá Heritage halda útgjöldum hins opinbera í skefjum, nema þá til hermála, þar megi gjarnan gefa í.

Og það var einmitt þarna sem Stoltenberg sló í gegn. Áður en hann fór í erindi sínu í saumana á fjárstreymi

...