Sjaldséð grafíkverk Arnars Herbertssonar eru nú til sýnis í Safnasafninu á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Sýningin ber heitið Útsala en um er að ræða djúpþrykk frá tímabilinu 1967-1971 sem listamaðurinn Joe Keys endurprentaði á þessu ári
Fóstur Þetta skúlptúrverk Arnars er frá árinu 1967 og er til sýnis á sýningunni Útsölu í Safnasafninu.
Fóstur Þetta skúlptúrverk Arnars er frá árinu 1967 og er til sýnis á sýningunni Útsölu í Safnasafninu. — Ljósmynd/Daníel Starrason

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Sjaldséð grafíkverk Arnars Herbertssonar eru nú til sýnis í Safnasafninu á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Sýningin ber heitið Útsala en um er að ræða djúpþrykk frá tímabilinu 1967-1971 sem listamaðurinn Joe Keys endurprentaði á þessu ári. Arnar féll frá í vor en hann átti að baki mjög langan og heildstæðan listamannsferil. Hann var til dæmis virkur í SÚM-hópnum en verk eftir Arnar eru í eigu safna á Íslandi jafnt sem erlendis. Unnar Örn J. Auðarson sýningarstjóri segir að verk Arnars eigi hiklaust erindi til almennings í dag.

Lést áður en sýningin var opnuð

„Þessi verk eru stórmerkileg og rata sjaldan fyrir sjónir almennings. Þau eru afar gagnrýnin og vekja spurningar um neyslumenningu samtímans,“

...