Haust Viðvaranir vegna veðurs gilda allt fram á þriðjudagskvöld.
Haust Viðvaranir vegna veðurs gilda allt fram á þriðjudagskvöld. — Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Austurlandi að Glettingi, Ströndum og á miðhálendinu.

Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir að óveðrið muni vara með einhverjum hætti fram að næstu helgi.

„Haustið er bara komið,“ segir Kristín. „Það er óvenjukalt loft að koma til okkar og óvenjumikil úrkoma úr leið,“ segir hún og bætir því við að síðan muni úrkoman aukast og loftið kólna enn frekar á svæðunum sem um ræðir.

Varað við ferðalögum

Spáð er miklum vindi og snjókomu á fjallvegum

...