Málverkasýning Ástríðar Jósefínu Ólafsdóttur, Uppskera, var opnuð í Gallerí Fold um liðna helgi og stendur hún til 28. september. Ástríður Jósefína, f. 1990, ólst upp á Ítalíu og lærði myndlist í Accademia di Belle Arti í Bologna
Málverk Ástríður hefur stúderað klæði, áferð þess og fall.
Málverk Ástríður hefur stúderað klæði, áferð þess og fall.

Málverkasýning Ástríðar Jósefínu Ólafsdóttur, Uppskera, var opnuð í Gallerí Fold um liðna helgi og stendur hún til 28. september.

Ástríður Jósefína, f. 1990, ólst upp á Ítalíu og lærði myndlist í Accademia di Belle Arti í Bologna. Hún útskrifaðist þaðan árið 2016 og hefur starfað hér á landi síðan 2019. Síðasta sýning Ástríðar í Gallerí Fold, Fellingar, er í tilkynningu sögð hafa hlotið góðar viðtökur árið 2022.

„Líkaminn er algengt viðfangsefni Ástríðar. Sjálf er hún hugfangin af því hvernig hann tengist, aðlagast og flæðir við umhverfið. Undanfarin ár hefur hún stúderað klæði, áferð þess og fall, með aðferð sem kallast panneggio, tækni er ítalskir fyrirrennarar hennar notuðust við á endurreisnartímum,“ segir í tilkynningunni. „Verkin á sýningunni eru fígúratífari en á sýningunni

...