Ítalskir björgunarmenn flytja lík Mike Lynch að landi. Stjórnendur HP hringsóla nú yfir dánarbúinu.
Ítalskir björgunarmenn flytja lík Mike Lynch að landi. Stjórnendur HP hringsóla nú yfir dánarbúinu. — AFP/Alberto Pizzoli

Ég held það eigi við um okkur flest að hafa takmarkaða samúð með auðmönnum þegar ófarir dynja á þeim. Kannski er þetta eitthvað sem samfélagið og menningin innrætir okkur, eða ef til vill er bara um ósköp einfalt freudískt fyrirbæri að ræða enda öfundin og Þórðargleðin systur.

Og kannski verðskulda auðmenn hæfilegan skammt af tortryggni frá samborgurum sínum eftir allt saman, því fáum tekst að verða vellauðugir af góðmennskunni og ljúfmennskunni einni saman. Fyrir hvern milljarðamæring má yfirleitt finna nokkra fyrrverandi samferðamenn sem bera sig illa og finnst þeir hafa verið sviknir og hlunnfarnir.

En þegar litið er yfir lífshlaup Mike Lynch er ekki annað hægt en að hafa með honum mikla samúð. Lynch var í hópi sjö manna sem fórust að morgni 19. ágúst þegar lúxussnekkjan Bayesian fórst undan ströndum Sikileyjar. Öllum að óvörum brast á

...