50 ára Tómas ólst upp í Reykjavík fyrstu fjögur árin en fluttist þá vestur á Búðardal þar sem faðir hans var læknir og móðir hans var kennari. „Þaðan á ég mínar bestu minningar, við lékum okkur úti frá morgni til kvölds við stíflugerð,…

50 ára Tómas ólst upp í Reykjavík fyrstu fjögur árin en fluttist þá vestur á Búðardal þar sem faðir hans var læknir og móðir hans var kennari. „Þaðan á ég mínar bestu minningar, við lékum okkur úti frá morgni til kvölds við stíflugerð, hestastúss, fjöruferðir og alls konar bras sem þekkist varla í dag.“

Við fjórtán ára aldur fluttist Tommi aftur til Reykjavíkur og kláraði grunnskólanámið í Ölduselsskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og síðan út á vinnumarkaðinn, með stuttum stoppum í Háskóla Íslands. Hann vann hjá DHL í níu ár, en fluttist þá búferlum til Danmerkur, árið 2006, þar sem Tommi og fyrrverandi kona hans fóru í framhaldsnám. Hann lauk meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu frá CBS árið 2011 og flutti þá heim til Íslands.

„Ég starfaði hjá Marel sem innkaupastjóri í um

...