Gert er ráð fyrir 1,4 milljarða framlagi í fjárlagafrumvarpi næsta árs vegna byggingar nýs fangelsis í stað Litla-Hrauns en í fjárlagafrumvarpinu segir að á móti hafi framkvæmdum við byggingu höfuðstöðva viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu verið frestað. Áætlað er að fangelsið verði tekið í notkun árið 2028 og er nú áætlað að heildarkostnaður nemi 14,5 milljörðum sem er tvöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir fyrir ári. Þegar hefur 1,8 milljörðum verið varið til verkefnisins.