Bandaríkjamenn báru höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í brottförum.
Bandaríkjamenn báru höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í brottförum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í nýliðnum ágúst samkvæmt Ferðamálastofu, sem var svipaður fjöldi á sama tíma og í fyrra.

Flestar brottfarir mátti rekja til Bandaríkjamanna eða tæplega þriðjung. Brottfarir Íslendinga voru um 52 þúsund í ágúst.

Bandaríkjamönnum fækkaði um 2% á milli ára, voru 85 þúsund talsins. Þjóðverjar voru í öðru sæti, með tæplega 23 þúsund brottfarir, 7,8% fleiri en á síðasta ári.