Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnandi Digido, og Ómar Þór Ómarsson, framkvæmdastjóri vaxtar hjá Digido, segja að mörg fyrirtæki séu að takast á við sambærileg vandamál sem snúa að árangri í gegnum herferðir.
Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnandi Digido, og Ómar Þór Ómarsson, framkvæmdastjóri vaxtar hjá Digido, segja að mörg fyrirtæki séu að takast á við sambærileg vandamál sem snúa að árangri í gegnum herferðir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Digido, sem vill kalla sig vaxtarstofu, hefur hannað lausn sem nýtir gervigreind og hjálpar fyrirtækjum að lesa úr vef- og markaðsupplýsingum sem fengnar eru frá ólíkum gagnastraumum eins og Google Analytics og Google Lighthouse ásamt auglýsingagögnum frá Meta, þ.e. Facebook og Instagram.

Þeir Arnar Gísli Hinriksson, annar stofnandi Digido, og Ómar Þór Ómarsson, framkvæmdastjóri vaxtar hjá Digido, segja í samtali við ViðskiptaMoggann að hugmyndin hafi kviknað í kjölfar samtala og vinnu með viðskiptavinum til að ná fram auknum vexti.

Þeir lýsa því að nær öll fyrirtæki séu að takast á við sambærileg vandamál sem snúi að árangri í gegnum vefsíður og herferðir. Ómar segir að hann hafi unnið sem markaðsstjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga í mörg ár. Þar hafi hann fundið fyrir þessu á eigin skinni, áður en hann réð sig til Digido og fór að vinna

...