Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu reynir að mæta reglulega á viðburði og ráðstefnur á sínu sviði.
Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu reynir að mæta reglulega á viðburði og ráðstefnur á sínu sviði. — Morgunblaðið/Eyþór

Jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa skilið eftir sig mörg verkefni og áskoranir. Eitt af þessum verkefnum er Fasteignafélagið Þórkatla sem Erni Viðari Skúlasyni hagfræðingi var falið að stýra. Hann starfaði áður sem fjárfestingarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og hefur komið víða við. Hann segir að verkefnið sem Þórkatla stýrir sé langt komið og markmiðið sé að Grindavík verði blómlegur bær á ný einn daginn.

Hann hlustar mikið á hlaðvörp en segir að lítill tími hafi gefist undanfarið til þess vegna anna. Hann er með golfkennsluferð á dagskrá í október en hann hefur ásamt konu sinni stundað golf undanfarið, en spilamennskan og færnin í íþróttinni hefur enn ekki náð flugi að hans sögn.

Hver eru helstu verkefnin
fram undan?

Það eru að verða ákveðin kaflaskil hjá okkur hjá Þórkötlu.

...